Frank Fredrickson

Frank Fredrickson
Fredrickson fyrir Ólympíuleikana árið 1920.
Fæddur
Sigurður Franklín Friðriksson

3. júní 1895
Dáinn28. maí 1979
Toronto, Ontario, Kanada
Þekktur fyrirÍshokkí, flug

Sigurdur Franklin Fredrickson (fæddur Sigurður Franklín Friðriksson; 3. júní 1895 - 28. maí 1979) var vestur-íslenskur íshokkíleikmaður og flugmaður.[1] Hann var einn af mikilvægustu leikmönnunum og þjálfurum í áhuga- og atvinnumannaíshokkí þegar það var í mótun í Norður-Ameríku á fyrri helmingi 20. aldarinnar.[2] Íshokkíferill Fredrickson var truflaður af herþjónustu í fyrri heimsstyrjöldinni og endaði vegna meiðsla á hné árið 1931.[3]

Fredrickson var miðjumaður Winnipeg Falcons, kanadíska liðsins sem samanstóð að mestu af Vestur-Íslendingum og vann fyrstu gullverðlaunin í íshokkí á Ólympíuleikunum árið 1920. Fredrickson gekk seinna til liðs við Victoria Aristocrats/Victoria Cougars og hjálpaði þeim að vinna Stanley-bikarinn árið 1925. Í báðum tilvikum var hann liðsfélagi vestur-íslendingsins Haldor Halderson, sem gerði þá fyrstu leikmennina til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum og Stanley-bikarinn.[4]

Fredrickson var einn af frumkvöðlum í flugi á Íslandi þegar hann kom þangað árið 1920 til að fljúga fyrir Flugfélag Íslands.[5][6]

  1. „Frank Fredrickson“. Olympedia. Sótt 29. mars 2021.
  2. „Frank Fredrickson Biography“. legendsofhockety.net. Sótt 26. ágúst 2008.
  3. „Frank Fredrickson Biography“. Manitoba Sports Hall of Fame. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. október 2007. Sótt 26. ágúst 2008.
  4. „Winnipeg Falcons, who became 1st Olympic hockey champs 100 years ago, to be celebrated at Gimli's Ice Fest“. CBC. Sótt 20. mars 2020.
  5. „Hann varð ekki hetja“. Morgunblaðið. 3. september 1959. bls. 8. Sótt 28. nóvember 2022 – gegnum Tímarit.is.
  6. „Var einna fyrstur til að fljúga hér“. Tíminn. 5. ágúst 1959. bls. 11. Sótt 28. nóvember 2022 – gegnum Tímarit.is.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy